Fjarþjálfun / Hóp-einkaþjálfun

Við erum með þjálfunarkerfið sem hentar þér !!!

Hvernig þjálfun hentar þér?

Einkaþjálfun

Einkaþjálfun er besta, þægilegasta og fljótlegasta leiðin til að komast í betra líkamlegt form. Það er aðhaldið sem fólk sækir í, skipulagningin í æfingunum, mataræðinu og kennsla við tækjaþjálfun.

Nánar

Hópþjálfun

Hópþjálfun er þjónusta fyrir þá sem vilja æfa með öðru fólki í sama tíma. Mjög vinsælt nú til dags er að vera fleiri enn einn í sama tímanum, enda er það ódýrara enn einstaklings þjálfun.

Nánar

Fjarþjálfun

Fjarþjálfun fer þannig fram að einstaklingurinn og þjálfari hittast, einu sinni í mánuði til að mæla, setja næstu markmið og skoða æfingaáætlun tímabilsins.

Nánar

Þjálfarinn

Kristján Jónsson hefur verið tengdur íþróttum alla sína tíð. Kristján  hefur 20 ára starfsreynslu sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi. Síðustu 15 árin hefur hann starfað í Sporthúsinu með frábærum árangri. Hann fékk einkaþjálfunar réttindi hjá hinum virðulega skóla ISSA árið 1998, þá einn af fyrstu íslandingunum með þau réttindi. Hefur hann sótt fjölmarga fyrirlestra um heilsutengd málefni í gegnum árin. Kristján hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari í Vaxtarrækt og einu sinni Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Kristján leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með öllu sem gerist í hinum stóra og flókna heimi heilsuiðnaðarins og kemur því til viðskiptavina sinna á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt.

Kristján leggur aðal áherslu á að þjálfa líkamann til að vera heilbrigðann, sterkann og liðugann. Hefst það með að setja markmið, sýna dugnað og vinna stöðugt að ná sínum markmiðum. Öfgar gera eingum neitt gagn, heldur er árangur að vinna rétt að hlutunum. Vinna að því að gera líkamsrækt að sínum lífsstíl.

Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt !!!

Góð ráð

Settu þér „alvöru“ æfingarmarkmið. Ekki segja: „Ég ætla að æfa mikið í þessari viku“ heldur settu þér nákvæm markmið og jafnvel búðu jafnvel til vikuplan.

Fleiri góð ráð
Eldum rétt

Eldum rétt

Spirulina

Spirulina

Sportþrenna

Sportþrenna

Hleðsla

Hleðsla