Þjálfun.is býður einkaþjálfun/hópþjálfun eða fjarþjálfun.

Við veitum ráðgjöf um allt sem viðkemur bættum lífsstíl, líkamsrækt, mataræði og hjálpum fólki að breyta því sem breyta þarf með einföldum ráðum til að öðlast bætta heilsu og betra líf. Þjálfun.is leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með öllu sem gerist í hinum stóra og flókna heimi heilsuiðnaðarins og kemur því til viðskiptavina sinna á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt.

23 ára reynslu af líkamsrækt og þjálfun og við erum við sannfærð að veitum þér fyrsta flokks þjónustu. Okkar einkaþjálfun/hópþjálfun fer fram í Sporthúsinu – Kópavogi. Einnig eru mælingar fyrir fjarþjálfun gerðar þar.

Þjálfun.is hjálpar þér að komast í draumaformið þitt. Skelltu þér í gang með okkur núna – hika er sama og tapa.

Skoðaðu hvað er í boði eða hafðu samband á thjalfun@thjalfun.is

Þjálfarinn

Kristján Jónsson hefur verið tengdur íþróttum alla sína tíð. Kristján  hefur 20 ára starfsreynslu sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi. Síðustu 18 árin hefur hann starfað í Sporthúsinu með frábærum árangri. Hann fékk einkaþjálfunar réttindi hjá hinum virðulega skóla ISSA árið 1998, þá einn af fyrstu íslandingunum með þau réttindi. Hefur hann sótt fjölmarga fyrirlestra um heilsutengd málefni í gegnum árin. Kristján hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari í Vaxtarrækt og einu sinni Íslandsmeistari í kraftlyftingum.

Kristján leggur aðal áherslu á að þjálfa líkamann til að vera heilbrigðann, sterkann og liðugann. Hefst það með að setja markmið, sýna dugnað og vinna stöðugt að ná sínum markmiðum. Öfgar gera eingum neitt gagn, heldur er árangur að vinna rétt að hlutunum. Vinna að því að gera líkamsrækt að sínum lífsstíl.

Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt !!!