Einkaþjálfun / Hópþjálfun
Einkaþjálfun / hópþjálfun er viðurkennd sem fljótlegasta leiðin til að komast í betra form. Kraftmikið samspil aðhalds, skipulags á æfingunum, mataræðis og kennslu í tækjaþjálfun er það sem flest fólk sækir í.
- Þjálfarinn metur líkamlega stöðu og sníður prógram samkvæmt líkamsgetu.
- Þjálfarinn fylgir þér á hverri æfingu og kennir þér að gera æfingarnar rétt.
- Þú færð vandaðar útskýringar á framkvæmd æfinga.
- Þjálfarinn fer reglulega yfir mataræðið, ráðleggur og bendir þér á þægilega valkosti.
- Markmið eru sett og uppfærð eftir þörfum til að þú náir þínu draumaformi.
- Ástandmælingar eru framkvæmdar reglulega.
- Í lok hvers tíma eru teygjur, heitur pottur eða gufubað ef fólk vill.
- Þú færð aðhaldið sem fæst ekki með því að æfa ein(n).
- Nokkrir geta æft saman í tímanum.
Upplýsingar um verð thjalfun@thjalfun.is
MATARÆÐI
Þú færð mataráætlun, sniðna að þínum þörfum og markmiðum. Við gætum þess að öll næring sé bragðgóð og skili einnig frábærum árangri. Næringaplanið er reglulega endurskoðað til að halda þér við efnið.
Æfingakerfi
Þjálfarinn setur saman heilstæða æfingaáætlun miðaða við þau markmið og getu sem þú hefur. Æfingarnar eru fjölbreyttar, skemmtilegar og hvetjandi. Æfingakerfið er endurskoðað reglulega til að hámarks árangri sé náð.
MÆLINGAR
Líkamsmælingar eru góð leið til að mæla árangur og sýna hversu vel gengur að ná settu markmiði. Við notum mjög nákvæma mælingu og þú getur komið í venjulegum fatnaði í hana. Reynslan sýnir okkur að þeir sem fara reglulega í mælingu ná meiri árangri.
ÁRANGURSSÖGUR
Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt!
Þjálfarinn
Þetta er hann Kristján, hann ætlar að sjá til þess að þú komist í form. Hann kallar ekki allt ömmu sína þessi. Hann er með 20 ára reynslu að tálga og stæla þjóðina. Hann hefur unnið hörðum höndum þessi ár og ekki hefur veitt af. Ef þú skellir þér í gang í þjálfun hjá Kristjáni þá eru mjög góðar líkur á því að þú gætir grennst eða stælst, eða jafnvel lent í báðu tvennu. Ef þetta er eitthvað sem þú ert tilbúinn í, þá er Kristján rétti þjálfarinn fyrir þig.
Kristján hefur verið tengdur íþróttum alla sína tíð. Kristján hefur 20 ára starfsreynslu sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi. Síðustu 15 árin hefur hann starfað í Sporthúsinu með frábærum árangri. Hann fékk einkaþjálfunar réttindi hjá hinum virðulega skóla ISSA árið 1998. Hefur hann sótt fjölmarga fyrirlestra um heilsutengd málefni í gegnum árin.
Kristján hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari í Vaxtarrækt og einu sinni Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Kristján leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með öllu sem gerist í hinum stóra og flókna heimi heilsuiðnaðarins og kemur því til viðskiptavina sinna á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt.
Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt !!!