Fjarþjálfun - app og vefur - thjalfun.is

Fjarþjálfun

  • Hentar fyrir bæði karl og kvenmenn.
  • Þú getur æft á þeim tímum sem henta þér.
  • Þú getur æft hvar sem er, heima eða í æfingastöð.
  • Engin þörf á búnaði ef þú vilt æfa heima.
  • Allar æfingar sýndar á netinu/í appi.
  • Vandaðar útskýringar á framkvæmd æfinga.
  • Þú færð matarprógram hannað fyrir þinn árangur.
  • Þú færð það aðhald sem þú fengir ekki með því að æfa einn/ein.
Verð hér fyrir neðan

Matarprógram

MATARPRÓGRAM

Þú færð mataráætlun, sérsniðna að þínum þörfum og markmiðum. Við gætum þess að öll næring sé bragðgóð og skili einnig frábærum árangri. Næringaplanið sem þú færð er einnig hugsað til þess að vera hollt og gott fyrir líkamann.

Æfingakerfi

Æfingakerfi

Þú færð allar æfingar bæði í tölvupósti og í gegnum app/vefsíðu. Appið er einfalt í notkun og fáanlegt fyrir bæði Android og iPhone.  Í fjarþjálfun hjá okkur er markmiðið að hafa æfingarnar fjölbreyttar. Mikið er lagt upp úr góðum póst samskiptum til að hvetja þig áfram.

MÆLINGAR

Fyrir þá sem vilja reglulegar mælingar þá eru þær framkvæmdar í Sporthúsinu í Kópavogi af Kristjáni einkaþjálfara. Við notum mjög nákvæma mælingu og þú getur komið í venjulegum fatnaði í hana. Reynslan sýnir okkur að þeir sem koma reglulega í mælingu nái meiri árangri.

Stuðningur yfir netið - Spjall

Stuðningur yfir netið

Það skiptir okkur miklu máli að þú náir árangri og þeim markmiðum sem þú hefur sett þér. Því leggjum við mikið upp úr öflugum stuðningi yfir netið og í tölvupósti.  Öllum spurningum sem þú kannt að hafa verður svarað eins fljótt og okkur er unnt.

MATARPRÓGRAM

Matarprógram

Þú færð mataráætlun, sérsniðna að þínum þörfum og markmiðum. Við gætum þess að öll næring sé bragðgóð og skili einnig frábærum árangri.

ÆFINGAKERFI

Æfingakerfi

Þú færð allar æfingar bæði í tölvupósti og í gegnum app/vefsíðu. Appið er einfalt í notkun og fáanlegt fyrir bæði Android og iPhone.  Í fjarþjálfun hjá okkur er markmiðið að hafa æfingarnar fjölbreyttar. Mikið er lagt upp úr góðum póst samskiptum til að hvetja þig áfram.

MÆLINGAR

Fyrir þá sem vilja reglulegar mælingar þá eru þær framkvæmdar í Sporthúsinu í Kópavogi af Kristjáni einkaþjálfara. Við notum mjög nákvæma mælingu og þú getur komið í venjulegum fatnaði í hana. Reynslan sýnir okkur að þeir sem koma reglulega í mælingu nái meiri árangri.

STUÐNINGUR YFIR NETIÐ

Stuðningur yfir netið - Spjall

Það skiptir okkur miklu máli að þú náir árangri og þeim markmiðum sem þú hefur sett þér. Því leggjum við mikið upp úr öflugum stuðningi yfir netið og í tölvupósti.  Öllum spurningum sem þú kannt að hafa verður svarað eins fljótt og okkur er unnt.

ÁRANGURSSÖGUR

“Kristján er jákvæður og hvetjandi þjálfari sem hefur metnað fyrir því að skjólstæðingar hans nái árangri. Ég fór mjög fljótlega að finna mun á úthaldi og styrk og fjarþjálfunin hjálpaði mér að komast í betri rútínu í ræktinni.”

Einar Logi ErlingssonGef Kristjáni 100% meðmæli

“Undir þjálfun Kristjáns hef eg náð frábærum árangri, 9 kg a 4 vikum! Vel uppsett æfingaplan og regluleg eftirfylgni hans, ásamt góðum hvatningar orðum hjálpa manni að halda ser við efnið og kílóin fljúga af. Öllum fyrirspurnum var svarað mjög fljót og góðri leiðsögn veitt um rétta noðkun tækja. Eg fyllist tilhlökkun að mæta i mælingar og ræða málin við hann.”

Hafþór Guðmundsson9 kg a 4 vikum!

“"Fjarþjálfun hjá Stjána hefur reynst mjög vel. Ég hef aldrei enst jafn lengi í þjálfun og sé ekki fram á að fara nokkurn tíman aftur í gamla farið. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og taka vel á. Á sama tíma eru gerðar raunhæfar kröfur sem hægt er að standast. Engar öfgar heldur heilbrigð leið með breyttum lífsstíl og nýju viðhorfi. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og ég sé mun í hverjum mánuði."”

Katla LovísaÁrangurinn hefur ekki látið á sér standa

“Kristján hjálpar manni að ná sínu markmiði.
Kristján kom með sérhæfða þjálfun fyrir mig og leiðbeindi mér í gegnum allt ferlið, hann tekur tillits til getu og þol manns. Hann hjálpar manni að ná sínu markmiði og er duglegur að hvetja mann áfram.”

Helga GuðnýKristján hjálpar manni að ná sínu markmiði

“Kristján hefur hjálpað mér að komast í besta form lífs míns með því að segja hlutina einsog þeir eru og setja skýr og raunsæ markmið sem hennta minni líkamsgerð og karakter. Hann hefur hvatt mig áfram og verið stuðningsmaður númer eitt frá fyrsta degi en sér til þess á sama tíma að ég haldi mér við sett markmið bæði í mataræði og æfingum. Einstaklingsmiðuð og persónuleg þjónusta !”

Jónas Abel Mellado15 kg farinn á 5 mán

“11 kg farin af fitu, rúm 3 kg af vöðvum komin. Ég mæli því hiklaust með fjarþjálfun hjá Kristjáni Jónssyni, hann er rétti maðurinn til að hjálpa þér til breyta um lífstíl. Fyrir 5 mánuðum síðan fór ég til Kristjáns, þar settum við okkur markmið og út frá því setti hann upp æfingaráætlun, matarplan o.fl. Í dag eru 11 kg farin af fitu, rúm 3 kg af vöðvum komin í staðinn.”

Steingrímur Jónsson11 kg farin af fitu, rúm 3 kg af vöðvum komin

“Ég hef verið rosalega ánægður með þann árangur sem ég hef séð síðan ég byrjaði í fjarþjálfun hjá Kristjáni.Á aðeins 5 mánuðum hefur mér tekist að ná mínu besta hlaupaþoli til þessa, auka vöðvamassa um 5 kg og lækka fituprósentu um 5%. Kristján hefur séð til þess að æfingakerfin séu sérsniðin að mínum markmiðum og það er óhætt að segja að ég er í mínu besta formi í dag!”

Örn ErlendssonHef aukið vöðvamassa um 5 kg og lækka fituprósentu um 5%

“Kristján hjálpaði mér að komast af stað með perónulegu æfingaprógrami og jákvæðri hvatningu. Nákvæmlega það sem mig vantaði”

Ragnar HaraldssonNákvæmlega það sem mig vantaði

“Ég er búin að vera í fjarþjálfun hjá Kristjáni í tvo mánuði og hef misst 8,4 kg og ég finn mikin mun á mér bæði líkamlega og andlega. Við hittumst einu sinni í mánuði til að vigta, mæla og taka stöðuna. Besta ákvörðun sem ég hef tekið var að skrá mig í fjarþjálfun hjá Kristjáni.”

Hulda Ingvadóttir8,4 kg farinn á tveim mánuðum, finn mikin mun á mér bæði líkamlega og andlega

“Ég hef alltaf fundið einhverja ástæðu til að forðast að skrá mig í fjarþjálfun, eitthvað olli því að ég fór að skoða fjarþjálfun og skráði mig hjá Kristjáni. Ég er mjög ánægður að hafa látið verða að því, það er auðvelt að leita til hans um ráð eða spurningar og hann eykur trúnna á að maður geti sett stefnuna hátt og að ná þeim markmiðum.”

Arnþór SigurðssonKristján þjálfari eykur trúnna á að maður geti sett stefnuna hátt og að ná þeim markmiðum.

“Fjarþjálfun hjá Kristjáni hefur hjálpað okkur að komast nær markmiðum okkar á styttri tíma en við höfðum reiknað með. Uppsetning á æfingum og fróðleikur Kristjáns er ótrúlega góð og áhrifarík blanda sem heldur okkur við efnið. Æfingar Kristjáns hafa komið okkur uppúr sófanum. Við getum og höfum mælt með Kristjáni.”

Ragnar og Annelise14 kg farin á 4 mán

“Kristján er frábær þjálfari! Hann fann fljótt hvað hentaði mér, fór ekki út í öfgar en veitti mér gott aðhald og hvatningu. Alltaf gaman að mæta í mælingar og spjalla við hann um hvað gengi vel og hvað mætti bæta!”

Erla Rún GuðmundsdóttirKristján er frábær þjálfari!

“10,7 kg farin á 3 mán. Kristján er þjálfari sem fer ekki útí neina öfga. Gott aðhald og eftirfylgni til ad koma manni af stað og halda manni á réttu brautinni. Ég náði mínu 3 mánaða markmiði honum að þakka.”

Sigrún Stefanía10,7 kg farin á 3 mán

“Var í farþjálfun hjá Kristjáni í nokkra mánuði. Kristján er góður þjálfari, hvetjandi með góðar æfingar. Hann er duglegur að hvetja mann áfram og kemur með góða punkta varðandi þjálfunina og mataræðið. Ég mæli með þjálfun hjá Kristjáni.”

Elín FriðriksdóttirKristján er góður þjálfari, hvetjandi með góðar æfingar.

““Sjálfstraustið, líðan og heilsan fór strax á uppleið þegar ég byrjaði í þjálfun hjá Kristjáni. Hann setur upp krefjandi og fjölbreytt æfingaplön sem eru ekki bara skemmtileg heldur lika hvetjandi! Hann hjálpaði mér ótrúlega mikið andlega varðandi heilsu og að komast i betra form!””

María HéðinsdóttirSjálfstraustið, líðan og heilsan fór strax á uppleið þegar ég byrjaði í þjálfun hjá Kristjáni

“15 kg farin.
Á 5 mánuðum hef ég misst 15 kg og farið að sjá vel á mér, bæði í ummáli og vöðvabyggingu.
Mín reynsla af Kristjáni er mjög góð, get alltaf haft samband við hann og mig hlakkar alltaf til að fara í mælingu hjá honum og ræða málin.”

Stefán Sindri15 kg farin

“Ég er búin að missa 34 kíló síðan ég byrjaði og er bara mjög sátt með það. Sjálfstraust mitt er orðið betra, andlega heilsan líka, mjög góður þjálfari! ”

María Ribeiro34 kg farin

“Með hjálp frá Kristjáni er 5 ára takmarki náð. Hann er hvetjandi og heldur manni við efnið, jákvæður og algjör fagmaður. ”

Helga BenderJákvæður og algjör fagmaður

“Kristján hjálpaði mér að taka mataræðið alveg í gegn og leiðbeina mér við æfingar, virkilega gott að vinna með honum og ég er mjög ánægður með árangurinn.”

Hákon KarlssonKristján hjálpaði mér að taka mataræðið alveg í gegn.

“Ótrúlega góður árangur !!!
Uppsetning Kristjáns á þjálfuninni er fjölbreytt og skemmtileg. Á stuttum tíma hef ég náð ótrúlega góðum árangri og þakka ég því góðri þjálfun Kristjáns, trúnni sem hann hefur á manni og hvað hann fylgir manni vel eftir.”

Sindri GuðmundssonÓtrúlega góður árangur

“11kg af fitu farið! Á 8 mánuðum hefur hann gjör breytt líkamlegu ástandi mínu til betra! Eitt orð : Fagmaður !”

Trausti Rafn Björnsson11kg af fitu farið!

“"Að skrá mig í þjálfun hjá Kristjáni var klárlega rétt ákvörðun. Hefði aldrei trúað ég ég myndi fá áhuga á hreyfingu en með þægilegu og skilvirku æfingaplani tókst það. Æðislegt að finna fyrir betra úthaldi og að sjá vöðvana stækka!"”

Stefanía ÓlafsdóttirAð skrá mig í þjálfun hjá Kristjáni var klárlega rétt ákvörðun.

“"Ég ákvað að prufa þriggja mánaða prógram hjá Kristjáni og get ekki annað en mælt með því fyrir alla. Kristján svaraði mér alltaf samdægurs. Hann gaf sér greinilega tíma í að lesa vangaveltur mínar og koma með betrumbætur á prógraminu til að það hentaði mér sem best. Kristján var duglegur að minna mig á aðra þætti þjálfunar td svefn og mataræði. Ég gat sent matardagbók á hann sem hann svaraði snögglega með tillögum á betrumbætingum hjá mér.
Ég hef aldrei verið í jafn góðu alhliða formi eins og þegar ég æfði undir leiðsögn Kristjáns"”

Guðbjartur VilhjálmssonÉg hef aldrei verið í jafn góðu alhliða formi eins og þegar ég æfði undir leiðsögn Kristjáns

Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt!

Þjálfarinn

Þetta er hann Kristján, hann ætlar að sjá til þess að þú komist í form. Hann kallar ekki allt ömmu sína þessi. Hann er með meira en 20 ára reynslu að grenna og stæla þjóðina. Hann hefur unnið hörðum höndum þessi ár og ekki hefur veitt af. Ef þú skellir þér í gang í fjarþjálfun hjá Kristjáni þá eru mjög góðar líkur á því að þú gætir grennst eða stælst, eða jafnvel lent í báðu tvennu. Ef þetta er eitthvað sem þú ert tilbúinn í, þá er Kristján rétti þjálfarinn fyrir þig.

Kristján hefur verið tengdur íþróttum alla sína tíð. Kristján  hefur 20 ára starfsreynslu sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi. Síðustu 15 árin hefur hann starfað í Sporthúsinu með frábærum árangri. Hann fékk einkaþjálfunar réttindi hjá hinum virðulega skóla ISSA árið 1998. Hefur hann sótt fjölmarga fyrirlestra um heilsutengd málefni í gegnum árin.

Kristján hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari í Vaxtarrækt og einu sinni Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Kristján leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með öllu sem gerist í hinum stóra og flókna heimi heilsuiðnaðarins og kemur því til viðskiptavina sinna á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt.

Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt !!!

Fjarþjálfun með mælingu

Einn mánuður

Kr. 16.900

-
  • Æfingaprógram
  • Brennsluprógram
  • Matarplan
  • Stuðningur yfir netið
  • Heilsuráðgjöf
  • Kennsla á tæki/æfingar
  • Ástandsmæling
SKRÁ MIG

Þrír mánuðirVinsælast

Kr. 14.900

á mánuði
  • Æfingaprógram
  • Brennsluprógram
  • Matarplan
  • Stuðningur yfir netið
  • Heilsuráðgjöf
  • Kennsla á tæki/æfingar
  • Ástandsmælingar (3x)
SKRÁ MIG

Fjarþjálfun án mælingar

Einn mánuður

Kr. 13.900.-

-
  • Æfingaprógram
  • Brennsluprógram
  • Matarplan
  • Stuðningur yfir netið
  • Heilsuráðgjöf
  • Kennsla á tæki/æfingar
  • Ástandsmæling
SKRÁ MIG

Þrír mánuðirVinsælt

Kr. 11.900.-

á mánuði
  • Æfingaprógram
  • Brennsluprógram
  • Matarplan
  • Stuðningur yfir netið
  • Heilsuráðgjöf
  • Kennsla á tæki/æfingar
  • Ástandsmæling
SKRÁ MIG

Skráning í fjarþjálfun

  • Æfingaprógram
  • Brennsluprógram
  • Matarplan
  • Stuðningur yfir netið
  • Heilsuráðgjöf
  • Kennsla á tæki/æfingar
  • Ástandsmælingar

Þrír mánuðir: 14.900 kr. á mán.
Stakur mánuður: 16.900 kr.

SKRÁ MIG
  • Æfingaprógram
  • Brennsluprógram
  • Matarplan
  • Stuðningur yfir netið
  • Heilsuráðgjöf
  • Kennsla á tæki/æfingar
  • Ástandsmæling

Þrír mánuðir: 11.900. kr á mán.
Stakur mánuður: 13.900 kr.

SKRÁ MIG

Spurt og svarað

Þarf ég að mæta í æfingafötum í fitumælinguna ?

Það er í fínu lagi að mæta í venjulegum fötum í mælingu.

Hvernig borga ég fyrir þjálfunina ?

Það er sendur greiðsluseðill inn á heimabankann hjá þér.

Þarf ég að senda matardagbók ?

Nei, ekki ef þú vilt það ekki, en við mælum með því.

Hvernig borga ég fyrir fjarþjálfun ef ég er ekki orðinn 18 ára, fjárráða ?

Þá færðu foreldri eða fjárráða einstakling til að borga fyrir þig,