Fitubrennsla eða lyfta, hvort er betra.

Það hversu mörgum kaloríum þú brennir við ólíkar líkamsæfingar fer eftir þyngd þinni, hvers konar hreyfingu þú stundar og af hvaða ákafa. Það er alltaf hægt að fara sér hægar eða hraðar svo að í raun skiptir það minna hvaða æfingu þú gerir heldur á hvaða álagi þú ert. Því ákafar sem þú hreyfir þig eða reynir á þig því hærra fer púlsinn og þú notar meiri orku sem þýðir að þú brennir fleiri kaloríum, meiri fitubrennsla. Frábær leið til að stytta æfingartímann er að trappa áreynslustig æfingarinnar reglulega upp á meðan á æfingunni stendur þannig að álagið byrjar lítið en stigmagnast yfir æfinguna, er þessi aðferð vænleg fyrir mikla fitubrennslu. Ef æfingin tekur t.d. hálftíma ættirðu léttilega að ná að keyra púlsinn hægt upp í hámarksátak fjórum til fimm sinnum á þeim 30 mínútum. Kallast Lotuþjálfun eða Interval þjálfun á ensku.

Fitubrennsla, hvaða æfingar brenna mest.

Ef við snúum okkur að töflunni sjást þar flestar þær íþróttir sem fólk stundar nú til dags en benda þarf á að þessar tölur eru ekki nákvæmur útreikningur, heldur getum við gefið okkur að þær séu nálægt þeim kaloríum sem við myndum brenna á þessum tíma. Ómögulegt er að gefa nákvæmari tölur, en þú getur reiknað sjálf(ur) u.þ.b. kaloríurnar ef þú berð saman erfiðleikastig þinnar æfingar við töfluna og fengið tölu sem er nokkuð nálægt lagi.
Taflan gefur upp kaloríubrennsluna eftir 10 mín áreynslu.

Kalóríubrennsla / 10 mín.
Miðað við 62 kg konu
Miðað við 85 kg karl

Körfubolti
77 kal
106 kal

Hjóla ( 5,5 mph )
36 kal
49 kal
Hjóla ( 9,4 mph )
56 kal
74 kal
Hjóla af fullum krafti
95 kal
130 kal
Aerobic ( rólegur tími )
80 kal
105 kal
Aerobic ( hraður tími )
94 kal
124 kal
Fótbolti
74 kal
102 kal

Veggtennis
76 kal
107 kal
Sippa ( hægt )
82 kal
116 kal
Sippa ( hratt )
100 kal
142 kal
Hlaup ( 8 mín / mílan )
113 kal
150 kal
Hlaup ( 11,5 mín / mílan )
76 kal
100 kal
Gönguskíði
80 kal
106 kal
Tröppur
88 kal
122 kal
Fótbolti
78 kal
107 kal
Sund ( hratt sund )
94 kal
127 kal
Sund ( rólegra sund )
71 kal
96 kal
Tennis
61 kal
81 kal
Lyftingar ( stöðvaþjálfun )
104 kal
137 kal
Lyftingar ( styrktarþjálfun )
45 kal
60 kal
Ganga (rösklega )
45 kal
59 kal

Nú kann einhver að spyrja. Af hverju ætti ég að vera að stunda lyftingar (styrktarþjálfun) þegar ég get verið að brenna helmingi fleiri kaloríum að skokka eða synda?

Þegar fólk stundar eingöngu brennsluæfingar og engar lyftingar verður sú breyting á líkamanum að hann minnkar fitubirgðir sínar en formið verður það sama. Með lyftingum geturðu meðal annars breikkað axlalínuna, breikkað brjóstkassann, formað rassvöðvana, breikkað bak svo mitti virðist minna o.s.frv. o.s frv. Og ekki má gleyma því að aukinn vöðvamassi eykur fitubrennslu. Ef við tökum og berum þessar tvær aðferðir saman er þá nokkur vafi hvor aðferðin gefur okkur meira?