Fitubrennsla eða lyfta, hvort er betra.
Það hversu mörgum kaloríum þú brennir við ólíkar líkamsæfingar fer eftir þyngd þinni, hvers konar hreyfingu þú stundar og af hvaða ákafa. Það er alltaf hægt að fara sér hægar eða hraðar svo að í raun skiptir það minna hvaða æfingu þú gerir heldur á hvaða álagi þú ert. Því ákafar sem þú hreyfir þig eða reynir á þig því hærra fer púlsinn og þú notar meiri orku sem þýðir að þú brennir fleiri kaloríum, meiri fitubrennsla. Frábær leið til að stytta æfingartímann er að trappa áreynslustig æfingarinnar reglulega upp á meðan á æfingunni stendur þannig að álagið byrjar lítið en stigmagnast yfir æfinguna, er þessi aðferð vænleg fyrir mikla fitubrennslu. Ef æfingin tekur t.d. hálftíma ættirðu léttilega að ná að keyra púlsinn hægt upp í hámarksátak fjórum til fimm sinnum á þeim 30 mínútum. Kallast Lotuþjálfun eða Interval þjálfun á ensku.
Fitubrennsla, hvaða æfingar brenna mest.
Ef við snúum okkur að töflunni sjást þar flestar þær íþróttir sem fólk stundar nú til dags en benda þarf á að þessar tölur eru ekki nákvæmur útreikningur, heldur getum við gefið okkur að þær séu nálægt þeim kaloríum sem við myndum brenna á þessum tíma. Ómögulegt er að gefa nákvæmari tölur, en þú getur reiknað sjálf(ur) u.þ.b. kaloríurnar ef þú berð saman erfiðleikastig þinnar æfingar við töfluna og fengið tölu sem er nokkuð nálægt lagi.
Taflan gefur upp kaloríubrennsluna eftir 10 mín áreynslu.
Kalóríubrennsla / 10 mín.
Miðað við 62 kg konu
Miðað við 85 kg karl