Nokkur góð ráð
Hversvegna eru ekki allir í því formi sem það langar til að vera. Það er með ólíkindum hve auðvelt er að forðast sannleikann um líkamlegt ástand sitt. Líkamlegt heilbrigði er undirstaðan að því að njóta lífsins. Með því að svíkja okkur sjálf erum við að neita okkur um betra og ánægjulegra líferni. Með að skoða sjálfan sig yfir daginn, öðlumst við innsýn inn í það sem þarf að breyta. Við hjá Þjálfun.is hjálpum þér við það. Maður breytir engu sem er ekki meðvitað.
- Miðaðu við fituprósentu ekki þyngd
- Passaðu upp á fæðusamsetningu
- Samsetning fæðu á að vera 30% kolvetni, 40% prótein og 30% fita
- Haltu skrá yfir 3-5 daga, allt sem borðað er (innif. helgi)
- Lærðu að forðast fitu, lestu á innihaldslýsingar
- Gerðu breytingar hægt og varanlegar
- Áttaður þig á því hvað veldur áti og hvenær dagsins
- Forðastu að borða bara til að vera með t.d. í veislum
- Lærðu að meta mismun milli raunverulegrar svengdar og löngunar
- Notaðu minni eldhúsáhöld og minni borðbúnað (diska og glös )
- Borðaðu án truflunar svo sem frá sjónvarpi og útvarpi
- Ekki borða afganga, heldur geymdu þá eða frystu
- Ef þörf er á aukabita, borðaðu þá t.d. ávexti (trefjarríkt og kaloríusnaut)
- Borðaðu fleiri smærri máltíðir yfir daginn frekar en fáar stórar
- Ekki láta líða lengur en 3 tíma milli mála
- Heilsufæði verður að vera fjölbreytt og gott
- Ekki borða á meðan verið er að elda
- Ekki sleppa máltíð (það á líka við um millimáltíðir)
- Finnið ykkur tómstundarstarf til að borða ekki í frístundum
- Alls ekki að fara og versla svöng/svangur
- Verslið samkvæmt lista og farið ekki á nammiganginn
- Drekktu um 2-3 l af vatni á dag
- Hafðu tilbúið nesti með þér í vinnuna,t.d. ávexti, skyr eða hrökkbrauð
- Gott er ef öll fjölskyldan er samstíga
- Mældu fitprósentu þína á u.þ.b. 4-6 vikna fresti
- Verðlaunaðu þig ef þú stendur þig vel enn ekki endilega með mat
- Farðu yfir samsetningu fæðunar