Kristján Jónsson hefur verið tengdur íþróttum alla sína tíð. Kristján  hefur 17 ára starfsreynslu sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi. Síðustu 11 árin hefur hann starfað í Sporthúsinu með frábærum árangri. Hann fékk einkaþjálfunar réttindi hjá hinum virðulega skóla ISSA árið 1998, þá einn af fyrstu íslandingunum með þau réttindi. Hefur hann sótt fjölmarga fyrirlestra um heilsutengd málefni í gegnum árin. Kristján hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari í Vaxtarrækt og einu sinni Íslandsmeistari í kraftlyftingum.

Kristján leggur aðal áherslu á að þjálfa líkamann til að vera heilbrigðann, sterkann og liðugann. Hefst það með að setja markmið, sýna dugnað og vinna stöðugt að ná sínum markmiðum. Öfgar gera eingum neitt gagn, heldur er árangur að vinna rétt að hlutunum. Vinna að því að gera líkamsrækt að sínum lífsstíl.

Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt !!!

Kristján Jónsson, Einkaþjálfari