Tai-chi hefur góð áhrif á líkama og sál

By 28. júní, 2015Óflokkað

3545691615_d1b54b20c3_oTai-chi er í rauninni margt í senn: Í augum sumra iðkenda er um að ræða hefðbundna bardagaíþrótt, í augum annarra er þetta besta leiðin til að stunda hugleiðslu, enn aðrir líta á tai-chi sem leikfimi og svo eru þeir sem leggja stund á tai-chi til að bæta sálarástandið.

Tai-chi er hollt fyrir bæði líkama og sál!

Þetta er í það minnsta niðurstaða viðamikillar greiningar á 47 vísindalegum rannsóknum sem gerðar höfðu verið til að kanna heilsusamleg áhrif tai-chis.

Þessi nýja greining, sem birt var í hinu viðurkennda tímariti The Archives of International Medicine, leiddi meðal annars í ljós að tai-chi hefur heillavænleg áhrif á hjartasjúkdóma, liðagigt og mænusigg. Í greiningunni tókst einnig að sýna fram á að tai-chi hefur mjög jákvæð áhrif á skapferli okkar og andlega líðan. Margar rannsóknanna leiddu enn fremur í ljós að tai-chi hefur mjög vænleg áhrif í þá veru að losa fólk undan streitu.

Vísindamennirnir að baki greiningunni hafa nú hafist handa við að skipuleggja nýjar rannsóknir og er þeim ætlað að leiða í ljós nákvæmlega hvers vegna og að hvaða leyti tai-chi er eins áhrifaríkt og raun ber vitni.

Ljósmynd: Tai Chi frá photopin (license)