Joð hefur í för með sér betur gefin börn

By 22. júlí, 2015Óflokkað

14133528919_4df414bd70_bJoð, gætið þess að börnin ykkar fái nægju sína af joði í fæðunni til að tryggja að þau verði eins klár og frekast er unnt.

Joð hefur í för með sér betur gefin börn.

Í tilraun sem gerð var á 1200 skólabörnum í Suður-Evrópu nýverið kom í ljós að börn sem þjást af joðskorti eru síður greind en önnur börn. Í rauninni skiptir joð sköpum fyrir þroska heilans strax í móðurkviði. Vanfærar konur ættu því að fullvissa sig um að þær verði ekki fyrir joðskorti.

Joð er einkum að finna í fiski, eggjum og skelfiski. Joði hefur oft verið bætt út í matarsalt og því skyldu þeir sem fara sparlega með salt gæta sín að fá nægilegt joð eftir öðrum leiðum.

Heimild: Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism
Ljósmynd: Bronzeback frá photopin (license)