Sameinið hollar venjur

By 23. desember, 2015Óflokkað
Fitubrennsla

Fitubrennsla hollar venjur

Hollar venjur sameinaðar, til að einfalda málið má segja að gott þol sé það að hafa úthald til þess að hlaupa eða hjóla, svo dæmi sé nefnt. Þetta kallast enn fremur blóðstreymisafköst eða líkamsúthald, því sjónum er einkum beint að þjálfun á hjarta, lungum og blóðstreymi.

Hollar venjur, Þolið segir til um hraða súrefnisupptökunnar.

Það er hve mikið súrefni líkaminn er fær um að taka upp á mínútu fyrir hvert kíló af líkamsþyngd. Það gefur að sama skapi vísbendingu um að hve miklu leyti blóðstreymið eykst, til þess að hjarta, lungu og blóð geti flutt súrefni og næringarefni út í vöðvana sem verið er að reyna á.
Þolið eykst við það að reyna á stóru vöðvahópana, sem iðulega eru notaðir í tengslum við hlaup, hjólreiðar, sund og í spinning. Sé ekki reynt á nægilega marga vöðva eykst geta hjartans til að dæla blóði hins vegar ekki. Þá skiptir áreynsla við þjálfunina að sama skapi máli. Ef áreynsla er lítil getur tekið lengri tíma að ná þeim árangri sem að öðrum kosti hefði fengist eftir skamma en stranga þjálfun. Ef ætlunin er að bæta þolið á skömmum tíma eða þá ef ekki er gerlegt að þjálfa lengi í einu, þá skiptir sköpum að hafa áreynsluna mikla.
Þeir sem eru í lítilli þjálfun sjá fljótt árangur af þolþjálfun. Þrektalan getur hækkað um 10 til 15 af hundraði á örfáum vikum, en með henni er átt við getu líkamans til að taka upp súrefni við mikið álag. Hlutföllin snúast hins vegar við ef þjálfun er hætt. Þriggja vikna rúmlega getur lækkað þrektöluna úr t.d. 45 og niður í 33. Þetta svarar til eðlilegrar lækkunar á 30 ára tímabili. Þrektalan lækkar að öllu jöfnu með aldrinum, vegna þess að vöðvamassinn rýrnar. Þetta á því miður einnig við um þá sem stunda líkamsrækt. Til allrar hamingju getur líkamsrækt þó að miklu leyti dregið úr rýrnun á vöðvamassa af völdum aldurs.