Líf og fjör í ræktinni

By 19. janúar, 2016Óflokkað
Líf og fjör

Líf og fjör

Líf og fjör í ræktinni er mjög mikilvægt. Mjög góð líkamsrækt getur reynst vita gagnslaus ef við ekki höfum gaman af henni.

Þegar velja skal líkamsrækt er mikilvægt að hugleiða hvort okkur finnist hún skemmtilegt. Nauðsynlegt er að líkamsræktin höfði til okkar ef ætlunin er að öðlast nægilega hvatningu til að leggja stund á hana viku eftir viku.

Tilbreyting mjög mikilvæg.

Tilbreytingarinnar vegna er góð hugmynd að hafa nokkrar tiltækar líkamsræktartegundir, sem velja má úr. Þannig verður þjálfunin ekki eins einhæf og ella og auk þess minnka líkurnar á ofreynslu á sinar og liðamót þannig. Helst ættu hinar ólíku tegundir að fela í sér ólíka hreyfingu.
Ef annarri líkamsræktartegundinni er fyrst og fremst að æfa upp þol, og styrkja þar með hjarta- og æðakerfið, auk þess að brenna mörgum hitaeiningum, þá skyldi jafnframt velja aðra líkamsrækt sem styrkir vöðvana. Styrkir vöðvar gagnast beinastyrknum og hlífa beinagrindinni. Þá stækka vöðvarnir að sama skapi en þannig verða efnaskiptin örari, hvort heldur sem er í hvíld eða á æfingum.