Galdra Kókosolía

By 9. febrúar, 2016Óflokkað
kókos

kókos

Hrein jómfrúar kókosolía er holl fita – sú hollasta í heimi að margra mati. Eiginleikum hennar er oft líkt við hreina töfra. Við miklar rannsóknir á kókosolíunni, hefur komið í ljós að hún eykur brennslu í líkamanum og gefur aukna orku, ásamt því að vera græðandi.

Kókosolía hefur alla tíð verið hluti af næringu innfæddra í Kyrrahafslöndunum.

Þar er hún oftast fljótandi, því hitastig þar er oftast 24°C eða meira. Ef hún er í lægra hitastigi, líkist kókosolían meira fitu, þykk og aðeins stökk. Hún er því bæði kölluð olía eða fita eftir því í hvaða formi hún er. Auðvelt og mjög fljótlegt er að mýkja fituna upp.

Þessar rannsóknir hafa einnig uppgötvað að brennslueiginleikar kókosolíunnar koma til af lengd fitusýruhlekkja í olíunni. Kókosolían inniheldur miðlungs fitusýruhlekki (MCT), á meðan að flestar aðrar jurtaolíur innhalda langa fitusýruhlekki (LCT). Líkaminn geymir LCT-fitu í líkamanum sem fituforða en notar MCT-fitu beint til brennslu. Dæmi eru um að fólk hafi misst mörg kíló við það eitt að taka inn nokkrar teskeiðar af kókosolíu á dag.

Hver er mismunurinn á þessum fitusýruhlekkjum, annar er lengd þeirra og geymsluform fitunnar í líkamanum og hverju breytir það fyrir okkur? Brisið, lifrin og allt meltingarkerfið eiga mjög erfitt með að brjóta niður löngu fitusýruhlekkina, þ.e. LCT, án þess að fá sérstök meltingarensím sér til hjálpar, eins getur hún sest inná æðarnar og valdið háu kólestróli, að auki sem að líkaminn geymir hana sem fituforða. Aftur á móti eru miðlungs fitusýruhlekkirnir, MCT, smærri og eiga auðveldara með að komast í gegnum frumuveggina án hjálpar frá öðrum ensímum. Þær valda engu aukaálagi á meltingarfærin, meltast vel og hvetja líkamann til brennslu, með auðveldu aðgengi í lifrina sem að breytir þeim strax í orku í stað þess að geyma þær sem fituforða.

Þessir MCT fitusýruhlekkir í kókosolíunni eru það næringarríkir að hún hefur verið notuð á barnaspítulum í Ameríku, fyrir mikið veik ungabörn og svo líka t.d. fyrir alvarlega veika meltingafærasjúklinga. Mælt hefur verið með að þungaðar konur og konur með börn á brjósti noti kókosolíu og eins eldra fólk, sykursýkissjúklingar og þeir sem að þjást af skjaldkirtilsójafnvægi. Margir afburða íþróttamenn hafa góða reynslu af því að nota kókosolíu og hrósa henni mikið, bæði fyrir aukna orku og minni bólguviðbrögð í vöðvum og liðum. Kókosolían styrkir ónæmiskerfið og veitir þannig vörn gegn ýmsum sýkingum og er talin geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma. Hún eykur upptöku og nýtingu af Omega 3 og 6 fitusýrum og hefur góð áhrif á húð og hár, gefur hvorutveggja aukinn gljáa, eins vinnur hún gegn flösu og er sérstaklega góð á exem, ásamt öðrum húðkvillum. Er góð fyrir líkamann, bæði innvortis og útvortis.

Kókosolían er tilvalin til matargerðar og það fæst ekki betri eða hollari olía til steikingar, hvort heldur ef verið er að elda kjöt, fisk, egg eða grænmeti. Hún er mjög hitaþolin og skemmist ekki við hitun eins og flestar aðrar olíur. Tilvalið er líka að setja matskeið af kókosolíu í morgunorkudrykkinn og að nota hana sem dressingu á salatið. Eins bara sem álegg á brauðsneiðina í stað smjörs. Hægt er að skipta henni út fyrir allar aðrar olíur og eða fitur í uppskriftum, s.s. smjör, smjörlíki og allar olíur.

Kókosolían geymist líka lengst af öllum öðrum olíum án þess að skemmast og ekki þarf að geyma hana í ísskáp. Aðeins þarf að gæta þess að hún standi ekki í sólarljósi. Mikilvægt er að velja góða, hreina, alveg óunna og óhitaða kókosolíu.