Þannig má koma upp um saltan mat

By 25. febrúar, 2016Óflokkað
Salt

Salt

Salt, ef ætlunin er að neyta saltminni fæðu er öruggasta aðferðin sú að grannskoða innihaldslýsingu matvælanna og velja síðan fæðutegundir úr þeim flokki sem inniheldur minnsta saltmagnið.

Salt munurinn getur verið gífurlegur.

Sem dæmi felur morgunkorn í sér saltmagn á bilinu 0,5 til 3 grömm salts í hverjum 100 g. Þá má einnig geta þess að sumir matvælaframleiðendur láta það ógert að tilgreina saltinnihald matvælanna. Þess í stað má notast við natríuminnihaldið og reikna út nokkurn veginn saltmagn vörunnar. Salt, óháð því hvort um er að ræða sjávarsalt, málmsalt ellegar venjulegt matarsalt samanstendur nefnilega aðallega af natríum og klóríð og eitt gramm af natríum leiðir af sér 2,5 g salts.
Í rannsókn einni sem gerð var á Norðurlöndum kom í ljós að margar morgunkornsafurðir fela í sér ógrynnin öll af salti. Gagnrýnin athugun á innihaldslýsingu og fljótgerður samanburður á afurðunum ætti að geta aðstoðað ykkur við að greina sauðina frá höfrunum.

Þeir sem nenna ekki að rannsaka innihaldslýsinguna í hvert skipti sem þeir taka matvæli úr hillum verslananna geta einnig farið þannig að: Breska matvælaeftirlitið, Food Standard Agency, hefur nefnilega reiknað út viðmiðunargildi sem gefa til kynna hvort matvæli fela í sér of mikið salt eður ei. Ef matvæli fela í sér meira en 1,25 g af salti í hverjum 100 g teljast þau vera með hátt saltinnihald en vara með minna en 0,25 g salt telst á hinn bóginn vera með lítið saltinnihald.

Mikið saltinnihald
1,25 g salts (500 mg af natríum) eða meira í hverjum 100 g

Lítið saltinnihald
0,25 g salts (100 mg af natríum) eða minna í hverjum 100 g

Greinin fengin úr blaðinu: Í formi